Sænski njósnarinn er hátt settur embættismaður

Stokkhólmur í Svíþjóð.
Stokkhólmur í Svíþjóð. Unsplash/Adam Gavlák

Maðurinn sem var handtekinn í gær í Svíþjóð grunaður um njósnir er hátt settur diplómati þar í landi. Frá þessu greinir SVT, sænska ríkisútvarpiðSænski diplómatinn hefur sinnt störfum í þágu sænska ríkisins víðs vegar um heiminn.

Talsmaður sænsku leyniþjónustunnar Sapo, Johann Wikstrom, sagði leyniþjónustuna hafa handtekið manninn í Stokkhólmi grunaðan um að hafa stundað njósnir frá fyrsta til ellefta maí.

Enn er margt á huldu í málinu en sænsk stjórnvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar.

Njósnir hafa færst í aukana undanfarin ár í Svíþjóð. Árið 2023 var fyrrum starfsmaður sænsku leyniþjónustunnar dæmd­ur fyr­ir njósnir í þágu Rúss­lands. Hann hlaut lífstíðarfangelsi. 

Rússnesk stjórnvöld eru meðal þeirra sem Svía grunar helst um að stunda njósnir sem beinast gegn Norðurlandaþjóðunum. Auk Rússa eru Kínverjar og Íranar á listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert