Sat saklaus í fangelsi í 38 ár

Sat saklaus í fangelsi í 38 ár.
Sat saklaus í fangelsi í 38 ár. AFP

Breskur maður, sem sat í fangelsi í 38 ár fyrir morð á barþjóni árið 1986, hefur verið sýknaður af breskum dómstólum eftir að ný DNA-sönnunargögn komu í ljós.

Peter Sullivan, 68 ára Breti, er talinn vera sá sem hefur setið lengst í fangelsi í Bretlandi vegna rangrar sakfellingar. Þrír dómarar dæmdu refsidóm hans ógildan í dag.

Sullivan var handtekinn eftir að Diane Sidwell, 21 árs gömul kona, fannst látin í bænum Bebington á Norðvestur-Englandi í ágúst 1986.

Meyr fyrir réttinum

 

Sullivan var sakfelldur árið 1987 og tilraunir hans í gegnum árin til að fá málið endurupptekið gengu brösuglega.

Í dag sögðu lögfræðingar hans að DNA-sýni sem fundust á líkama Sidwells staðfestu að Sullivan væri ekki morðinginn eins og talið var.

Sullivan var meyr þegar dómarar ógiltu dóm hans í dag og sagði í yfirlýsingu að þótt sakfelling hans hefði verið röng væri hann ekki reiður eða bitur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert