Sprengjuhótun á flugvellinum Charleroi í Belgíu

Flugbrautin var lokuð vegna sprengjuhótunar.
Flugbrautin var lokuð vegna sprengjuhótunar. AFP/Virgine Lefour

Starfsemi á Charleroi-flugvellinum í Belgíu var stöðvuð í stutta stund í dag vegna sprengjuhótunar í flugi Ryanair frá Faro í Portúgal.

Skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma var látið vita af sprengjuhótun í flugvél Ryanair sem hafði lent á Charleroi-flugvellinum.

Öryggissvæði var afmarkað í kringum flugvélina og það olli því að flugbrautin var lokuð á meðan yfirvöld voru á vettvangi og var öll starfsemi stöðvuð á meðan á því stóð. Flugumferð hófst að nýju um tveimur klukkutímum síðar.

Belgíska lögreglan vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert