Trump hyggst heilsa forseta Sýrlands

Donald Trump er í Sádi-Arabíu um þessar mundir.
Donald Trump er í Sádi-Arabíu um þessar mundir. AFP/Brendan Smialowski

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst hitta nýjan leiðtoga Sýrlands, Ahmed al-Sharaam, í Riyadh á morgun. 

„Forsetinn samþykkti að heilsa forseta Sýrlands á morgun á meðan hann er í Sádi-Arabíu,” sagði embættismaður Hvíta hússins í dag.

Fundurinn fer fram þrátt fyrir efasemdir um stefnu Sýrlands gagnvart Ísrael eftir fall Bashar al Asshad, fyrrum forseta Sýrlands, í desember. Ísrael er eitt helsta bandalagsríki Bandaríkjanna.

Nýtt upphaf í Sýrlandi 

Sharaa, sem leiddi bandalag íslamista sem steypti Assad af stóli, hefur þrýst á að bandarísk viðurlög verði afnumin. Trump hefur sagst íhuga það skref.

„Við ætlum til Sýrlands vegna þess að við viljum gefa þeim nýtt upphaf,” sagði Trump í gær.

Bandaríkin hafa áður sagt að Sýrland þurfi að grípa til frekari aðgerða í ákveðnum málum, þar á meðal vernd minnihlutahópa, ef til þess kæmi að Bandaríkin afléttu viðurlögum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka