Skjálfti að stærðinni 6 við eyjuna Kasos

Gíska eyjan Kasos.
Gíska eyjan Kasos. Ljósmynd/Wikipedia.org

Sterkur jarðskjálfti, sem mældist 6,0 stig, reið yfir suður af grísku eyjunni Kasos í gærkvöldi, að sögn jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.  Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki né skemmdum á mannvirkjum.

Jarðskjálftinn varð á 74 kílómetra dýpi um 23 kílómetra frá Fry, höfuðborg eyjunnar. Hann fannst víða og þar á meðal í Kaíró í Egyptalandi og að sögn rannsóknarstofnunnar Egyptalands í stjörnu- og jarðeðlisfræði urðu ekki neinar skemmdir né eftirskjálftar.

Sterkur skjálfti reið yfir austurströnd Tonga

Þá reið jarðskjálfti af stærðinni 6,4 yfir austurströnd Tonga í Kyrrahafinu í nótt að sögn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.

Skjálftinn varð á 243 kílómetra dýpi um 137 frá bænum Neiafu. Jarðskjálftar eru algengir í Tonga, láglendum eyjaklasa þar sem um 100.000 manns búa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert