Teslutrukkar fremstir í forsetaför

Cybertruck á vegum lögreglunnar í Katar.
Cybertruck á vegum lögreglunnar í Katar. AFP/ Brendan Smialowski

Tveir jeppar af gerðinni Cybertruck frá Tesla voru fremstir í flokki ökutækja þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði sér ferð í miðbæ Doha af flugvellinum í Katar í dag. 

Trump er nú í mikilli reisu um Mið-Austurlönd.

Eins og sjá má á myndinni hefur lögreglan í Katar látið útbúa merkingar á bílana í sínum einkennislitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert