Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag áætlanir um að rýmka löggjöf um gerviefni í drykkjarvatni. Efnin eru svokölluð per- og pólýflúoruð alkýlefni eða „forever chemicals“ (PFAS) á ensku.
Efnaflokkurinn dregur nafn sitt af því hversu erfiðlega þau brotna niður. Það getur tekið þúsundir ára.
Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur gefið út að hún muni halda hámarksviðmiðum á tveimur af þeim gerviefnum sem notuð eru í drykkjarvatn.
Hámarksviðmiðum á öðrum efnum yrði aflétt, sem sum hver eru talin geta valdið alvarlegum heilsukvillum fyrir fólk sem innbyrðir þau. Samkvæmt Evrópsku Umhverfisstofnuninni geta þau valdið lifrarskemmdum, frjósemisvandamálum og krabbameini sem dæmi.