Bandidos fjölgar klúbbum í Svíþjóð

Bandidos auka umsvifin í Svíþjóð, svo virðist að minnsta kosti …
Bandidos auka umsvifin í Svíþjóð, svo virðist að minnsta kosti vera, en síðasta breyting á fjölda klúbba kom þó reyndar til við að klúbburinn í Helsingborg klofnaði í tvo. Ljósmynd/Matt McGee

Vélhjólasamtökunum Bandidos vex fiskur um hrygg í Svíþjóð þar sem tíu staðbundnir klúbbar samtakanna – sem upphaflega litu dagsins ljós í San Leon í Texas-ríki Bandaríkjanna árið 1966 – eru nú virkir eftir að sá tíundi var stofnaður í bænum Väla sem fellur innan marka sveitarfélagsins Helsingborgar við Öresund.

Er þetta annar Bandidos-klúbburinn sem skýtur rótum á Helsingborgarsvæðinu og eru klúbbarnir tveir, Bandidos MC Helsingborg og Bandidos MC Helsingborg North, einu klúbbar samtakanna sem hafa bækistöðvar sínar á sama svæðinu í Svíþjóð.

Gögn rannsóknarfyrirtækisins Acta Publica sýna svo ekki verður um villst að Bandidos hafa sótt í sig veðrið, dæmið um tvo klúbba í Helsingborg sé eitt dæmi um það og um leið skýrt dæmi.

Varð til við klofning

„Við lítum þannig á að það sé upprunalegi klúbburinn sem deilt hafi verið í tvennt,“ segir Mattias Sigfridsson, lögreglustjóri umdæmisins á Norðvestur-Skáni, „ekki er að merkja fjölgun félaga eða aukna virkni. Styðja tölur Acta Publica þetta óyggjandi sem sýna aðeins tvo nýja félaga er gengið hafi til liðs við nýja sameinaða klúbbinn.

Nýi klúbburinn, sem varð til við meinta útgöngu félaga úr þeim upprunalega, er staðsettur í hinu örsmáa þéttbýli, og heimili um hundrað íbúa, Väla á Helsingborgarsvæðinu. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá kjósa íbúarnir að tjá sig sem minnst um þennan nýja vágest – altént vilja þeir allra síst gera það framan við myndavél.

„Þeir halda sig út af fyrir sig,“ lét þó einn íbúanna ríkisútvarpið hafa eftir sér, en sú athugasemd barst SVT eftir að fréttateymi þess hafði lokið myndun á svæðinu.

SVT

Athyglisverð tölfræði Acta Publica

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert