„Ég hélt að hún myndi lifa þetta af“

Leikstjórinn Sepideh Farsi frumsýndi heimildarmynd sína á Cannes í dag.
Leikstjórinn Sepideh Farsi frumsýndi heimildarmynd sína á Cannes í dag. Samsett mynd/AFP

Heimildarmynd leikstjórans Sepideh Farsi, Put Your Soul on Your Hand and Walk, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes í dag. Aðalviðmælandi myndarinnar, ljósmyndarinn Fatima Hassouna, var drepin í loftárás Ísraelsmanna á Gasa fyrir nokkrum vikum.

Hassouna var 25 ára gömul þegar hún lést eftir að sprengjum var varpað á heimili hennar í norðurhluta Gasa, daginn eftir að henni var tjáð að myndin hefði komist inn á kvikmyndahátíðina.

Farsi, sem átti í samskiptum við Hassouna í gegnum fjarskiptabúnað, hafði safnað um 200 daga myndefni þar sem Hassouna sýnir frá lífi sínu á Gasa. „Ég hélt að hún myndi lifa þetta af og myndi komast til Cannes,“ sagði Farsi.

Ísraelskir embættismenn fullyrða að árásin hafi beinst gegn Hamas, en Farsi segir fjölskylduna hafa verið saklaust fólk.

Dauði Hassouna og ástandið á Gasa hefur einkennt umræðuna á Cannes í vikunni. Leikarar hafa heiðrað bæði palestínsk fórnarlömb og ísraelska gísla og yfir 380 listamenn hafa fordæmt stríðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert