Friðarviðræður gætu hafist í kvöld

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að viðræður á milli sendinefnda Úkraínu og Rússlands gætu hafist í kvöld eða á morgun.

„Sendinefndin hefur verið send. Sendinefnd Tyrklands er tilbúin [...] þetta gæti orðið í dag, þetta gæti orðið á morgun,“ sagði Selenskí á blaðamannafundi í Ankara í Tyrklandi í dag.

Varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Úmerov, mun leiða úkraínsku sendinefndina, að sögn Selenskís. Mun hún hafa umboð til þess að ræða mögulegt vopnahlé.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti í Ankara, …
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti í Ankara, höfuðborg Tyrklands í dag. AFP/Skrifstofa Tyrklandsforseta

Pútín taki viðræðunum ekki alvarlega

Ljóst er að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti mun ekki mæta til viðræðna en sendi­nefnd Rússa er sögð standa af lægra sett­um er­ind­rek­um.

Í sam­tali við blaðamenn í An­kara í morg­un gagn­rýndi Selenskí rússnesku sendi­nefnd­ina og sagðist hon­um finn­ast sem Rúss­land hafi sent nefnd sem mögu­lega væri ekki með umboð til þess að taka nokkr­ar ákv­arðanir sjálf í viðræðunum.

Segir hann jafnframt að þrátt fyrir að Pútín hafi stungið upp á friðarviðræðunum hafi hann ekki mætt í eigin persónu.

Selenskí segir að Pútín sé ekki alvara um viðræðurnar og tekur fram að hann sé enn reiðubúinn til beinna viðræðna á milli forsetanna tveggja.

„Því miður taka þeir ekki samningaviðræðurnar nógu alvarlega,“ sagði Selenskí við blaðamenn í Ankara, áður en hann ávarpaði Pútín: „Ég er hér, við erum tilbúin í beinar viðræður.“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Vladimír Medinskí í janúar í fyrra.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Vladimír Medinskí í janúar í fyrra. AFP/Anton Vaganov

Framhald af misheppnuðum viðræðum

Vladimír Medinskí, yfirmaður rússnesku sendinefndarinnar, sér viðræðurnar sem framhald af misheppnuðum friðarviðræðum ríkjanna árið 2022 í Istanbúl.

Tekur hann fram að hann telji rússnesku sendinefndina hafa nægilegt umboð til þess að leiða viðræðurnar fyrir land sitt.

„Við lítum á þessar viðræður sem framhald af friðarviðræðunum í Istanbúl sem úkraínska hliðin sleit því miður,“ sagði Medinskí við blaðamenn í dag. Bætti hann við að rússneska sendinefndin muni „leita að mögulegum lausnum og snertiflötum“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert