Ræddi flugslysið við Pútín í Moskvu

Ráðamenn Indónesíu og Rússlands ræða saman.
Ráðamenn Indónesíu og Rússlands ræða saman. AFP/ Alexander Nemenov

Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu, segist hafa rætt flugslys MH17 farþegaþotunnar við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Samtalið átti sér stað í Moskvu í gær, þar sem Ibrahim var í opinberri heimsókn. Á mánudaginn úrskurðaði Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) að Rússar bæru ábyrgð á slysinu.

Flugvélin var í eigu Malaysia Airlines en alþjóðaflugmálastofnunin segir Rússa hafa skotið flugvélina niður, þar sem hún flaug yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. 283 farþegar, auk 15 manna áhafnar, létust í slysinu.

Una ekki niðurstöðunni

Kremlverjar una niðurstöðunni ekki og telja hana vera hlutdræga. Ibrahim sagði Pútin hafa boðist til að aðstoða með rannsókn sem framkvæmd væri af samtökum sem Rússar álitu vera sjálfstæð.

„Ég get sagt með vissu að hann (Pútín) tók fyrir að hann væri ekki samvinnufús,“ sagði Anwar Ibrahim um fund þeirra. „Hann er þó ekki tilbúinn að vinna með neinum samtökum sem Rússar telja ekki vera sjálfstæð,“ bætti hann við.

Russian President Vladimir Putin and Malaysia's Prime Minister Anwar Ibrahim …
Russian President Vladimir Putin and Malaysia's Prime Minister Anwar Ibrahim deliver a joint media statement following their talks at the Kremlin in Moscow on May 14, 2025. (Photo by Alexander NEMENOV / POOL / AFP) AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert