Dómstóll í Taílandi hefur gefið út 17 handtökuskipanir á hendur fólki sem tegist byggingu skýjakljúfs sem hrundi í jarðskjálfta í mars.
BBC greinir frá. 30 hæða skýjakljúfurinn hrundi þegar jarðskjálfti af stærðinni 7,7 reið yfir nágrannaríkið Mjanmar í mars síðastliðinn. 89 lík fundust í rústum byggingarinnar en sjö eru enn ófundin.
Lögreglan sem rannskar orsök hrun skýjakljúfsins segir að handtökuskipanirnar hafi verið gefnar út til fólks sem tók þátt í hönnun, byggingu og byggingareftirliti byggingarinnar, að því er staðbundnir fjölmiðlar greina frá.
Lögreglan nefndi einn einstaklinganna sem er kaupsýslumaðurinn Premchai Karnasuta, sem er fyrrverandi forseti eins stærsta byggingarfyrirtækis Taílands.
Tælenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að rannsakendur hefðu fundið byggingargalla í lyftustokki í byggingunni en taílensk yfirvöld hafa ekki gefið út niðurstöður sínar um orsakir þess að byggingin hrundi.
Yfir 400 starfsmenn voru í byggingunni þegar hún hrundi en yfir 3.000 manns létu lífið þegar jarðskjálftinn reið yfir Mjanmar þann 28. mars og um 4.500 slösuðust.