Fimm létust í þyrluslysinu

Slysið varð nærri Eura-flugvelli.
Slysið varð nærri Eura-flugvelli. AFP

Allir fimm sem voru í þyrlunum tveimur sem rákust á í Finnlandi í dag eru látnir. 

Í tilkynningu frá lögreglu sagði að slysið átti sér stað nærri Eura-flugvelli. Þyrlurnar voru að koma frá Tallinn í Eistlandi og á leið til Piikajarvi, nokkrum kílómetrum frá slysstað.

Tveir voru í annarri þyrlunni og þrír í hinni. Finnskir miðlar greina frá því að um kaupsýslumenn hafi verið að ræða.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert