Nokkrir látnir í þyrluslysi í Finnlandi

Mynd úr safni af Helsinki.
Mynd úr safni af Helsinki. Ljósmynd/Wikipedia.org/Mikko Paananen

Nokkrir létust er tvær þyrlur rákust saman og brotlentu nærri Helsinki í Finnlandi í dag. 

„Slysið olli því að nokkrir létust. Nákvæm tala fórnarlamba og ástand hinna farþeganna liggur ekki fyrir,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu. 

Finnskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlurnar hefðu tekið á loft frá Eistlandi og að um borð hefðu verið kaupsýslumenn, þrír í annarri þyrlunni og tveir í hinni.

Tildrög slyssins eru óljós. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert