Sprenging við frjósemismiðstöð

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Einn lést er bíll sprakk við frjósemismiðstöð í Palm Springs í Kaliforníu í dag.

Ron deHarte borgarstjóri sagði að sprengja hefði sprungið í eða við bílinn klukkan 11 á staðartíma.

Bandaríska alríkislögreglan, auk lögreglu og slökkviliðsmanna, brugðust við sprengingunni. Að sögn lögreglu var um viljaverk að ræða. 

Skemmdir urðu á miðstöðinni en að sögn Maher Abdallah, sem rekur stöðina, slasaðist starfsfólkið ekki. 

„Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist. Sem betur fer gerðist þetta á degi þar sem við fengum enga kúnna.“

Gavin Newsom ríkisstjóri hvatti íbúa til að halda sig frá vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert