Heimila „grunnmagn“ matvæla til Gasa

Tveir mánuðir eru síðan Ísraelsmenn settu blátt bann á alla …
Tveir mánuðir eru síðan Ísraelsmenn settu blátt bann á alla neyðaraðstoð til svæðisins. AFP

Ísraelsmenn ætla að leyfa flutning „grunnmagns“ af matvælum á Gasa. 

Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú.

Tveir mánuðir eru síðan Ísraelsmenn settu blátt bann á alla neyðaraðstoð til svæðisins. 

„Samkvæmt ráðleggingum hersins og vegna víðtækar hernaðaraðgerða til þess að sigra Hamas, mun Ísrael heimila innflutning á grunnmagni af matvælum fyrir íbúa til að koma í veg fyrir hungursneyð á Gasa,“ sagði í tilkynningunni. 

Þá sagði að Ísrael myndi „grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að Hamas komist í neyðaraðstoðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert