Að minnsta kosti sautján manns létust eftir að eldur kviknaði í byggingu í indversku borginni Hyderabad.
Eldurinn kviknaði klukkan sex í morgun að staðartíma í þriggja hæða byggingu sem hýsir skartgripaverslun. Orsök eldsins liggja ekki fyrir, en málið er nú í rannsókn.
Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, sendi fjölskyldum fórnarlambanna sambúðarkveðjur í dag. Hann hefur einnig tilkynnt að nánustu aðstandendur hinna látnu fái bætur upp á 200.000 rúpíur, sem er um 300 þúsund íslenskar krónur.
Eldsvoðar eru algengir á Indlandi. Í síðasta mánuði kviknaði mikill eldur á hóteli í Kolkata með þeim afleiðingum að að minnsta kosti 15 létust. Á síðasta ári létust að minnsta kosti 24 eftir að eldur kom upp í skemmtigarði í vesturhluta Gujarat.