Eldgos hófst í dag í Lewotobi Laki-Laki-eldfjallinu á Flores-eyju í Indónesíu.
Öskustrókarnir eru taldir ná allt upp í sex kílómetra hæð. Hátt viðbúnaðarstig hefur verið á eyjunni síðan í mars, þegar fjallið gaus síðast.
Flugvélum og öðrum flugförum er bent á að fljúga ekki undir sex kílómetra hæð nærri fjallinu og flugfélög voru vöruð við því að röskun gæti orðið á flugi vegna öskufalls.
Til að vernda samfélögin nærri fjallinu hafa yfirvöld skilgreint sex kílómetra hættusvæði í kringum gíginn og þannig bannað umferð ferðamanna og annarra gesta.