Sprengjuárásin sem varð við frjósemismiðstöð í Palm Springs í Kaliforníu í gærmorgun er rannsökuð sem hryðjuverkaárás. Einn lést og fjórir særðust.
CNN greinir frá því að árásarmaðurinn er talinn vera 25 ára karlmaður frá nágrannabænum Twentynine Palms. Hann er talinn hafa látist í árásinni.
Enn á eftir að bera kennsl á hinn látna vegna ástands líkamsleifanna.
Rannsakendur hafa til skoðunar hljóðupptökur sem voru birtar á netinu þar sem maður lýsir áformum sínum um að fremja árásina.
Á upptökunum lýsir maðurinn ýmsum erfiðleikum sem hann hefur þurft að glíma við og gagnrýnir tæknifrjóvgunarmeðferðir. Þá lýsir hann sjálfum sér sem „andvígan lífi“ og að stjórnvöld ættu ekki að takmarka „rétt einstaklinga til þess að deyja“.
Bandaríska alríkislögeglan (FBI) rannsakar árásina sem hryðjuverk og er frjósemismiðstöðin talin hafa verið skotmarkið.