Áhöfn mexíkóska seglskipsins, sem sigldi á Brooklyn-brúnna í New York á laugardag, kom aftur til síns heima í dag.
Tveir létust og um 20 slösuðust í árekstrinum. För skipsins var hluti af lokaáfanga nýútskrifaðra sjóliða í mexíkóska sjóhernum, en skipið lagði af stað frá Acapoulco í Mexíkó og var á leið til Íslands.
Sjóherinn greindi frá því að 172 sjóliðar, nokkrir yfirmenn og einn skipstjóri hefðu flogið heim í dag.
„Tveir sjóliðar verða áfram í New York þar sem þeir fá sérhæfða læknismeðferð og er ástand þeirra stöðugt,“ sagði í yfirlýsingu hersins.
Fjöldi sjóðliða hékk í möstrum skipsins rétt fyrir áreksturinn.
Sjóherinn rannsakar nú slysið en óvíst er hvort orsök þess voru vélarbilun eða af mannlegum mistökum.