Grunaður Hamas-liði handtekinn í Danmörku

Handtökurnar tengjast handtökum í desember 2023.
Handtökurnar tengjast handtökum í desember 2023. AFP

28 ára gamall karlmaður var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa keypt dróna til nota í hryðjuverkaárás á vegum hryðjuverkasamtakanna Hamas. 

Flemming Drejer, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, staðfesti handtöku mannsins með yfirlýsingu fyrr í dag þar sem segir að drónarnir hefðu verið keyptir til þess að fremja hryðjuverkaárás og þá mögulega innan Danmerkur. 

Að sögn danska ríkisútvarpsins var maðurinn rekinn úr landi í Líbanon eftir að hafa verið dæmdur fyrir morð

Handtakan tengist að sögn dönsku leyniþjónustunnar handtökum sex manna í desember 2023, mennirnir voru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk en þeir tengdust einnig Hamas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert