Leyfa flutning ungbarnamatar á Gasa

Varað hefur verið við því að hungursneyð sé yfirvofandi á …
Varað hefur verið við því að hungursneyð sé yfirvofandi á Gasa-ströndinni. AFP

Leyfi hefur fengist fyrir því að flytja ungbarnamat inn á Gasasvæðið. 

Tveir mánuðir eru síðan Ísra­els­menn settu blátt bann á alla neyðaraðstoð til svæðis­ins. Það var gert til þess að koma í veg fyrir að Hamas-samtökin legðu hald á neyðaraðstoðina.

Fjöldi vörubíla með birgðir af barnamat munu nú streyma inn á Gasa en ísraelska utanríkisráðuneytið greindi frá því að tugir vörubíla séu væntanlegir á næstu dögum. 

Varað hefur verið við því að hungursneyð sé yfirvofandi á Gasa en einnig er mikill skortur á meðal annars lyfjum og hreinu vatni á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert