Þrír létust er bíl var ekið á fólk

Ljósmynd/Colourbox

78 ára maður keyrði á hóp fólks fyrir utan skóla í Taívan fyrr í dag. Þrír létust og tólf slösuðust misalvarlega. 

Maðurinn fór yfir á rauðu ljósi og keyrði á reið- og mótorhjól áður en hann keyrði á gangandi vegfarendur sem voru flestir nemendur við skólann.

Lögreglan sagðist ekki vita hvers vegna ökutækinu tók að hraða. 

Fimmtán manns, þar á meðal ökumaðurinn, voru fluttir á sjúkrahús. Þrír létust á sjúkrahúsinu, tvær tólf ára stúlkur og fertug kona. 

Ökumaðurinn var meðvitundarlaus. Ekki fannst áfengi í blóði hans. 

Níu sem urðu fyrir slysinu voru nemendur á aldrinum 12 til 15 ára frá Sanxia Junior High School. Sá yngsti var sex ára úr leikskóla í nágrenninu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert