Vance og Rubio hittu Leó páfa

Leó páfi með JD Vance varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio …
Leó páfi með JD Vance varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra í Vatíkaninu í dag. AFP/Simone Risoluti/Vatican Media

Leó páfi tók á móti JD Vance varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra í Vatíkaninu í dag.

„Í viðræðunum, sem haldnar voru á skrifstofu ríkisins, var ánægja með tvíhliða samskipti ítrekuð og fjallað um samstarf kirkju og ríkis, svo og nokkur mikilvæg mál fyrir kirkjuna og trúfrelsi,“ sagði Vatíkanið í yfirlýsingu.

„Að lokum var skipst á skoðunum á alþjóðlegum málum og kallað eftir virðingu fyrir mannúðar- og alþjóðalögum á sviðum átaka og fyrir umsamna lausn milli viðkomandi aðila.“

Leó páfi með hjónunum JD og Usha Vance og Marco …
Leó páfi með hjónunum JD og Usha Vance og Marco Rubio og Jeanette Dousdebes. AFP/Simone Risoluti/Vatican Media

Leó gagnrýndi Trump á samfélagsmiðlum

Vance og Rubio voru meðal þeirra 200.000 sem komu saman í gær til að fagna opinberu upphafi páfdóms Leós á Péturstorgi.

Áður en hann varð páfi gagnrýndi Leó Donald Trump Bandaríkjaforseta á sínum persónulegu samfélagsmiðlum og tók Vance einnig fyrir.

Vance segir Bandaríkin þó vera mjög stolt af Leó XIV, fyrsta bandaríska páfanum.

„Við biðjum að sjálfsögðu fyrir honum er hann hefur þessa mikilvægu vinnu,“ sagði hann á fundi með Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, og Gi­orgiu Meloni, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu.

Vance hitti einnig Paul Richard Gallagher, erkibiskup.
Vance hitti einnig Paul Richard Gallagher, erkibiskup. AFP/Simone Risoluti/Vatican Media
AFP/Simone Risoluti/Vatican Media
AFP/Simone Risoluti/Vatican Media
AFP/Simone Risoluti/Vatican Media
AFP/Simone Risoluti/Vatican Media
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert