Leó XIV páfi vill hýsa friðarviðræður á milli Rússlands og Úkraínu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, en hún segist hafa rætt við páfann í dag þar sem hann tilkynnti henni þetta.
Í tilkynningunni þakkaði Meloni páfanum fyrir „ótrúlega skuldbindingu hans til friðar.“
Meloni ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær í kjölfar símtals hans við Vladimír Pútín Rússlandsforseta en Trump vildi fá staðfestingu á því að Leó væri tilbúinn til að hýsa viðræðurnar.
Á samkomu með fulltrúum austurkirkjunnar í síðustu viku lagði Leó fram tillögu um að Vatíkanið yrði milligönguliður á milli Úkraínu og Rússlands í friðarviðræðum.