Mikið mannfall á Gasa - Gerðu árás á skóla

15 féllu í loftárás Ísraela á bensínstöð í Nuseirat .
15 féllu í loftárás Ísraela á bensínstöð í Nuseirat . AFP

Talið er að yfir 50 manns hafi verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa í nótt, þar af 13 þegar gerð var árás á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls.

Þá féllu 15 í miðborg Gasa eftir árás á tjöld á yfirgefinni bensínstöð í Nuseirat og 13 voru drepnir í loftárás á fjölbýlishús í miðborg Deir al-Balah.

Ísraelsher hefur hert sókn sína á Gasa á undanförnum dögum sem miðar að því útrýma Hamas-hryðjuverkasamtökunum og frá því á laugardaginn hefur fjöldi íbúa á Gasa fallið í árásunum.

„Almannavarnateymi hafa flutt að minnsta kosti 44 látna á sjúkrahús, aðallega börn og konur, auk tuga særðra,“ segir Mahmud Bassal, talsmaður almannavarnateymi á Gasa, við AFP-fréttaveituna.

Hann bætti við við að björgunarsveitir ættu í miklum erfiðleikum með að ná til særðra vegna skorts á búnaði og stanslausra loftárása Ísraelsmanna.

Í gær fékkst leyfi til að flytja ungbarnamat á Gasa-svæðið en tveir mánuðir voru liðnir síðan Ísraelsmenn settu blátt bann á alla neyðaraðstoð til svæðisins. Það var gert til að koma í veg fyrir að Hamas-samtökin legðu hald á neyðaraðstoðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert