Sögulegt samkomulag um heimsfaraldra

Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar.
Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar. AFP/Fabrice Coffrini

Aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar samþykktu fordæmalaust samkomulag um heimsfaraldra í dag.

Markmið samkomulagsins er að gera heiminn undirbúnari fyrir faraldra í framtíðinni með því að samhæfa viðbrögð aðildarríkja og tryggja öllum ríkjum aðgang að bóluefnum, meðferðum og greiningaraðferðum tímanlega.

Samningaviðræður um samkomulagið hafa staðið í þrjú ár en þær hófust í kjölfar Covid-faraldursins. 

„Heimurinn er öruggari í dag þökk sé forystu, samstarfi og skuldbindingu aðildarríkja okkar um að samþykkja sögulegt samkomulag Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar,“ sagði dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar.

„Þetta er einnig viðurkenning alþjóðasamfélagsins á því að borgarar okkar, samfélög og efnahagur megi ekki vera berskjaldaðir gagnvart því tapi og missi sem Covid-faraldurinn olli.“

Í samkomulaginu kemur fram að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hafi ekki vald til breyta lögum aðildarríkja eða þvinga þau til ákveðinna aðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert