Sýrlenska stjórnin gæti fallið á næstu vikum

Marco Rubio í þingsal fyrr í dag.
Marco Rubio í þingsal fyrr í dag. AFP/ANNA MONEYMAKER

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vitnisburði sínum við bandaríska þingið í dag að hin tímabundna ríkisstjórn Sýrlands gæti fallið innan vikna. Þessi orð lét hann falla til varnar ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að afnema refsiaðgerðir gagnvart Sýrlandi og hefja samskipti við tímabundna ríkisstjórn þar í landi.

Hann sagði miklar breytingar hafa átt sér stað í Sýrlandi í desember og að þrátt fyrir að bandarísku alríkislögreglunni [FBI] þætti fortíð margra í tímabundnu ríkisstjórninni vafasöm ætti það ekki að stöðva samskipti milli ríkjanna. Sagan væri erfið, og að bandarísk yfirvöld þekktu þá sögu nógu vel.

Í ræðu Rubio kom fram að hann teldi það betra að eiga í samskiptum við ríkið en að gera það ekki – einungis þá væri möguleiki að milliríkjasamstarf gengið upp

„Við metum það svo að með tilliti til áskorananna sem þessi stjórn stendur fyrir gæti hún fallið innan vikna, ekki margra mánaða. Þá myndi landið klofna í gríðarstórri borgarastyrjöld.“

Í sama vitnisburði sagði hann enga hernaðarlega lausn vera á átökum Rússlands og Úkraínu – átökin yrðu að enda með samningaviðræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert