Skuldabréfaútboð breska ríkisins var framlengt í dag vegna tæknilegra vandamála hjá gagnaþjónustu Bloomberg.
Miðlarar kvörtuðu yfir miklum hægagangi á rauntímaþjónustum Bloomberg. Í kjölfarið sendi Bloomberg frá sér skilaboð þess efnis að unnið væri að greiningu og lausn á tæknilegu vandamáli sem snerti fjölmarga viðskiptavini.
Miðlarar og fjárfestar víða um heim eru orðnir mjög háðir þjónustu Bloomberg í viðskiptum sínum.
„Okkur hefur verið sagt að miðla ekki. Ég man ekki eftir óvirkni af þessari stærðargráðu,“ sagði viðskiptastjóri með höfuðstöðvar í London í samtali við Financial Times.
Ekki er ljóst á þessari stundu hvað veldur trufluninni.