Forseti Palestínu fagnar alþjóðlegri samstöðu

Mahmud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu. AFP

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, fagnar alþjóðlegri samstöðu gegn framgöngu Ísraela á Gasasvæðinu.

Ísraelar hafa komið í veg fyrir að hjálpargögn berist í landið og hefur fjöldi fólks glímt við hungursneyð. Í yfirlýsingu sinni þakkaði Abbas þjóðum Evrópusambandsins fyrir spyrna við fótum með því að endurskoða samstarfssamning sinn við Ísrael.

Í yfirlýsingunni lýsti hann einnig yfir ánægju sinni með sameiginlega yfirlýsingu Bretlands, Frakklands og Kanada, sameiginlega yfirlýsingu þjóða sem styrkt hafa Gasa og yfirlýsingu Arab-íslömsku ráðherranefndarinnar sem stofnuð var í nóvember með það markmið að koma á vopnahléi.

„Þau taka öll afstöðu gegn aðgerðum sem koma í veg fyrir neyðaraðstoð, leiða til hungursneyðar, aðgerðir sem verða til þess að fólk þurfi að yfirgefa heimili sín og landtöku,“ sagði Abbas.

Þjóðir Evrópu tóku sterkari afstöðu gegn stríðinu á Gasa í gær þegar ESB krafðist endurskoðunar á samstarfssamningi sínum við Ísrael og Bretland frestaði viðræðum um viðskipti við landið. 

Frá því að Ísrael réðst aftur á Gasa eftir að vopnahléið tók enda hefur vilji til að endurskoða samstarfssamning sem snýr að viðskipatengslum ESB við Ísrael aukist. Samningurinn var fyrst undirritaður árið 2000 til að skapa lagalegan grundvöll fyrir pólitísk samskipti ESB við Ísrael og samvinnu þeirra í efnahagsmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert