Andrí Portnov, fyrrum þingmaður og náinn samstarfsmaður fyrrverandi Úkraínuforseta, Viktor Yanukovych, var myrtur í Madríd á Spáni í morgun.
Portnov hafði nýverið skutlað börnum sínum í skólann er hann var skotinn til bana. Árásamennirnir flúðu vettvang.
Portnov var hliðhollur Rússlandi og var aðstoðaryfirmaður forsetaskrifstofu Yanukovych, bandamanni Vladimírs Pútín Rússlandsforseta.
Bandaríkin beittu refsiaðgerðum gegn Portnov árið 2021 vegna meintrar spillingar og sögðu hann hafa notað áhrif sín í dómskerfinu og löggæslunni. Meðal annars var hann sakaður um að kaupa aðgang að úkraínskum dómstólum og grafa undan viðleitni til umbóta.
Portnov á að hafa nýtt tengingar sínar til að flýja Úkraínu árið 2022, þrátt fyrir ferðabann í landinu vegna herskyldu.
Úkraínumenn hafa lýst á hendur sér eða verið sakaðir um að standa fyrir þónokkrum morðum í Rússlandi og á svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa náð á sitt vald síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022. Þar hafa stjórnmálamenn meðal annars verið myrtir.