Gefur eftir í samningum við ESB

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Úrsúlu von der Leyen, framkvæmdastjóra …
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Úrsúlu von der Leyen, framkvæmdastjóra ESB. AFP/Carl Court

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, undirritaði á mánudag nýja samninga við Evrópusambandið um ýmis málefni sem beðið hafa ófrágengin frá því að Bretar sögðu formlega skilið við Evrópusambandið árið 2020.

Eru samningarnir hluti af kosningaloforði Starmers um að „núllstilla“ samskipti Bretlands og Evrópusambandsins og þar með endanlega útkljá mikilvæg mál á borð við tilhögun fiskveiða, orku og frjálst flæði fólks auk annarra mála sem báðir aðilar hafa hagsmuni af.

Segja má að nú kveði því við nýjan tón miðað við áherslur fyrri forsætisráðherra, en með samningunum hefur Starmer t.a.m. samþykkt að leyfa evrópskum strandveiðiskipum að stunda veiðar á breskum miðum til næstu tólf ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert