Herinn skaut að stjórnarerindrekum

Skjáskot frá AFPTV sýnir „diplómatana“ bregðast við eftir að Ísraelsher …
Skjáskot frá AFPTV sýnir „diplómatana“ bregðast við eftir að Ísraelsher skaut viðvörunarskotum að þeim í Jenin á Vesturbakka Jórdanár í dag. AFP/Mohammed Ateeq

Skotið var viðvörunarskotum í átt að stjórnarerindrekum sem sagðir eru hafa vikið af samþykktri leið í heimsókn sinni til borgarinnar Jenin á Vesturbakkanum í dag.

Þetta staðfestir Ísraelsher.

Í yfirlýsingu segir að „diplómatarnir“ hafi vikið frá samþykktri leið og farið inn á svæði sem þeir höfðu ekki leyfi til að heimsækja.

Hermenn sem starfa á svæðinu hafi þá skotið viðvörunarskotum í átt að hópnum.

Í yfirlýsingunni segir að Ísraelsher harmi óþægindin sem atvikið kunni að hafa valdið en að engin hafi slasast svo vitað sé til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert