Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á athæfi Andrew Cuomo, frambjóðanda Demókrata til forsetaembættis New-York borgar, eftir að Repúblikanar sökuðu hann um að ljúga að þinginu um aðgerðir sínar sem ríkisstjóri á meðan á COVID-19 faraldrinum stóð.
Rannsóknin kemur stuttur eftir að ríkisstjórn Donald Trump felldi niður kæru um spillingu gegn Eric Adams, núverandi borgarstjóra New York-borgar, sem býður sig nú fram til endurkjörs og hefur verið sakaður um fleðulæti í garð Trump í von um pólitískan ávinning.
Demókratinn Adams hefur verið sakaður um fjársvindl, að taka við ólöglegum erlendum styrkjum í kosningabaráttu sinni og að taka við mútum. Hann hefur heitið því að aðstoða Trump við að herja á ólöglegum innflytjendum, sem veldur gagnrýni um fleðulæti í garð Trump.
Repúblikanar þingsins hafa ýtt á eftir rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Cuomo og haldið því fram að hann hafi logið undir eið í rannsókn þingsins á Covid-19 dauðsföllum á hjúkrunarheimilum.
Cuomo sagði af sér árið 2021 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni, en þá hafði hann verið ríkisstjóri í 10 ár. Ákæra vegna þessa var felld niður ári seinna, 2022.
Rich Azzopardi, talsmaður Cuomo, segir yfirvöld ekki hafa haft samband við frambjóðandann og sagði undarlegt að mál er varðar Covid-19 faraldurinn skuli vera dregið upp núna, í miðri kosningabaráttu.
„Svarið er augljóst: Það er einfaldlega verið að eiga við kosningarnar, nokkuð sem Trump forseti og dómsmálaráðuneyti hans segjast standa gegn,“ sagði hann.