39 ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir að hafa margsinnis nauðgað og beitt þrettán ára stúlku kynferðisofbeldi í skóla í Árósum.
Ofbeldið er sagt hafa hafist í september í fyrra, meðal annars á salerni í umræddum skóla. Danska ríkisútvarpið greindi frá málinu í dag.
Samkvæmt ákærunni nauðgaði maðurinn stúlkunni oftast í skólanum en í eitt skipti á heimili hennar. Hvorki maðurinn né stúlkan eru tengd skólanum þar sem meint brot áttu sér stað.
Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en viðurkenndi þó að hafa haft samfarir við stúlkuna. Verjandi mannsins sagði hann ekki hafa vitað að stúlkan væri yngri en 15 ára.