Ein af lykilpersónum ballettheimsins látin

Rússneski ballettdansarinn og danshöfundurinn Júrí Grigorovitsj á æfingu í Bolshoi-leikhúsinu …
Rússneski ballettdansarinn og danshöfundurinn Júrí Grigorovitsj á æfingu í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu í apríl 2002. AFP/Alexander Nemenov

Rússneski ballettdansarinn og danshöfundurinn Júrí Grigorovitsj er látinn, 98 ára að aldri. Hann var aðaldanshöfundur Bolshoi-ballettsins í Moskvu í þrjá áratugi. Ferill hans í dansheiminum spannaði 80 ár, að því er segir í frétt AFP. Hann var þekktur fyrir að setja á svið verk á borð við Hnotubrjótinn, Svanavatnið og Steinblómið, en hann var frægastur fyrir uppsetningu sína á því síðastnefnda.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og danshöfundurinn Júrí Grigorovitsj í Kreml í …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og danshöfundurinn Júrí Grigorovitsj í Kreml í Moskvu 24. maí 2017 þar sem sá síðarnefndi var heiðraður af stjórnvöldum Rússlands. AFP/Alexey Nikolsky

Í tilkynningu frá Bolshoi-ballettinum var Grigorovitsj sagður vera ein af lykilpersónunum í ballettheiminum á síðari hluta 20. aldarinnar. Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, kallaði Grigorovitsj „einstakan og iðinn danshöfund“ í tilkynningu frá Kreml vegna andlátsins. Þá hefur AFP eftir hinum virta danshöfundi Boris Akimov að hann sé stoltur af því að hafa verið nemandi Grigorovitsjs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka