Flugvél hrapaði í miðri íbúabyggð

Flugvélin hrapaði inni í miðju hverfi.
Flugvélin hrapaði inni í miðju hverfi. AFP

Mikil eyðilegging varð eftir að lítil flugvél hrapaði í San Diego í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum fyrr í dag. Flugvélin hrapaði inni í miðri íbúabyggð.

Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 550, tekur um sex til átta manns í sæti.

Fjöldi bíla og húsa hafa brunnið.
Fjöldi bíla og húsa hafa brunnið. AFP

Að sögn slökkviliðsins í San Diego er mikið magn af eldsneyti um allar götur en eldur er í að minnsta kosti fimmtán húsum og í fjölda bifreiða.

Ekki er ljóst hvort einhver hafi látist í slysinu enn sem komið er.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert