Öflugur jarðskjálfti, 6,1 að stærð, reið yfir grísku eyjuna Krít í nótt að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar.
Skjálftinn varð 82 kílómetra norðaustur af höfuðborgar Krítar, Heraklion, og mældist hann á 68 kílómetra dýpi.
Ríkissjónvarpið í Grikklandi, ERT, sagði að margir íbúar í Krítarhéruðunum Rethymno og Lasithi hafi vaknað við skjálftann rétt eftir klukkan 6 að staðartíma og yfirgefið heimili sín í varúðarskyni.
Ekki hafa borist fréttir um mikið tjón eða slys á fólki en vitað er um minniháttar grjótskriður á vegum í dreifbýli.
Borgarstjóri Heraklion, Alexis Kalokerinos, sagði við ERT að engin sérstök vandamál væru í borginni og að ekki þyrfti að loka skólum.
Fyrir viku síðan reið skjálfti að stærðinni 6,1 yfir nærri eyjunni Kasos austur af Krít.