Í um þrjú ár hefur hin 86 ára gamla Lidia Isayev búið ein í kjallara en þangað leitaði hún skjóls eftir að sprengjur Rússa eyðilögðu íbúð hennar og hluta af heimabænum í Dónetsk-héraði.
Þrátt fyrir áhættuna kjósa sumir Úkraínumenn að búa áfram heima í rústum bygginga og halda þannig í minningarnar frá bænum þar sem margir þeirra hafa búið alla sína ævi.
„Þetta er bjartsýni sem getur leitt til dauða,” segir Roman Bugayov, frá hjálparsamtökunum Austur SOS, sem aðstoðar fólk við að yfirgefa heimili sín sem eru nálægt víglínunni.
Síðar Rússar réðust inn í Úkraínu hafa um 10,6 milljónir Úkraínumanna þurft að yfirgefa heimili sín.