Dómari tálmar atlögu Trumps að Harvard

Harvardháskóli hefur stefnt Trump-stjórninni.
Harvardháskóli hefur stefnt Trump-stjórninni. AFP

Dómari í Boston hefur hindrað Trump-stjórnina frá því að banna Harvard-háskóla að innrita erlenda nema.

Har­vardhá­skóli, elsti háskóli Banda­ríkj­anna, hefur stefnt rík­is­stjórn Don­alds Trumps Bandaríkja­for­seta í dag eftir að banda­ríska heima­varn­ar­ráðuneytið aft­ur­kallaði í gær heim­ild háskól­ans til að inn­rita er­lenda nema.

Allison D. Burroughs, dómari í Boston, hefur nú sett stólinn fyrir dyrnar og lagt á bráðabirgðalögbann gegn tilskipun heimavarnaráðuneytisins, að því er New York Times greinir frá.

Kristi Noem, heima­varn­ar­ráðherra Banda­ríkj­anna, ritaði há­skól­an­um bréf í gær­kvöldi þar sem seg­ir að Har­vard hafi ekki leng­ur heim­ild til að inn­rita er­lenda nema. Í bréf­inu kem­ur fram að ákvörðunin taki gildi strax. Það væri ekki rétt­ur há­skóla, held­ur for­rétt­indi, að inn­rita er­lenda nem­end­ur.

Í stefn­u skólans seg­ir að með ákvörðun sinni sé rík­is­stjórn­in að virða að vett­ugi stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt skól­ans til skoðana­frels­is. Dómarinn segist í úrskurði sínum vera sammála Harvard um að bannið gæti valdið skólanum „beinu og óbætanlegu tjóni“.

Námsferli Íslendinga stefnt í óvissu

Ákvörðunin heimavarnaráðuneytisins gild­ir ekki aðeins um þá nem­end­ur sem koma til með að inn­rita sig í skól­ann held­ur gild­ir hún aft­ur­virkt um þá sem þegar hafa hafið skóla­vist í skól­an­um. Er­lend­ir nem­ar við skól­ann þurfa því að finna sér nýj­an skóla að öllu óbreyttu.

Fjöldi Íslend­inga stund­ar nám við skól­ann og er framtíð þeirra við skólann hefur nú verið stefnt í óvissu.

„Við for­dæm­um þessa ólög­legu og ósann­gjörnu ákvörðun sem tefl­ir framtíð þúsunda nem­enda í tví­sýnu. Þetta er áhyggju­efni fyr­ir alla þá nem­end­ur sem ákveðið hafa að koma til Banda­ríkj­anna til þess að stunda nám sitt,“ sagði Alan Garber, rektor Har­vard, í yf­ir­lýs­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert