Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðlinum Truth Social í dag að Bandaríkjamenn og Rússar hafi skipst á miklum fjölda fanga.
Trump segir jafnframt að fangaskiptin geti leitt til þess að „eitthvað stórt“ gerist í samskiptum Rússa og Bandaríkjamanna.
Ekki er ljóst hversu mörgum föngum verður sleppt í kjölfarið en Trump nefndi ekki neina tölu í tilkynningu sinni og enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna þessa samkomulags.
Fyrr í vikunni komust fulltrúar Rússa og Úkraínumanna að samkomulagi þess efnis að hvor um sig myndi sleppa þúsund föngum úr haldi.