Fjórir látnir og nokkurra saknað í miklum flóðum í Ástralíu

Bíll á kafi á flóðsvæði í bænum Taree í Nýja …
Bíll á kafi á flóðsvæði í bænum Taree í Nýja Suður Wales. AFP

Fjórir eru látnir og nokkurra er saknað í miklum flóðum í Nýja Suður-Wales í Ástralíu þar sem rúmlega 50 þúsund manns hafa orðið strandaglópar en ár hafa víða flætt yfir vegi.

Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu og hefur úrkomumet verið slegið en veðurstofa Ástralíu gaf út viðvaranir fyrir suðurhluta landsins í gær.

„Við erum að sjá öfgakennda veðuratburði sem eiga sér stað oftar og eru ákafari, sagði Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, þegar hann heimsótti flóðasvæðin.

Meira en 100 skólum hefur verið lokað vegna flóðanna sem hafa gert þúsundir heimila og fyrirtækja rafmagnslaus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert