Hótar 50% tolli á Evrópusambandið

Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Evrópusambandið sé vísvitandi að draga …
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Evrópusambandið sé vísvitandi að draga tollaviðræður á langinn. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði fyrr í dag að leggja 50% toll á allar innfluttar vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Hann segir að Evrópusambandið sé viljandi að reyna að draga viðræður um tolla á langinn.

Trump viðhafði þessi ummæli á samfélagsmiðlinum Truth Social en þar segir hann að hann sé tilbúinn að láta umrædda tolla taka gildi 1. júní næstkomandi.

Bandaríkin hófu í upphafi aprílmánaðar að hækka verulega tolla á helstu viðskiptaríki sín en hér væri þó um að ræða umtalsverða hækkun tolla ef af yrði.

Viðræður á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hafa gengið brösuglega upp á síðkastið en Evrópusambandið hótaði fyrr í vikunni að innheimta allt að 100 milljarða evra í tollum af vörum frá Bandaríkjunum ef tollar yrðu ekki lækkaðir vestanhafs. 

Fyrr í dag birti Trump aðra færslu á Truth Social þar sem hann segir að Evrópusambandið hafi verið stofnað í þeim megintilgangi að notfæra sér Bandaríkin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert