Tólf særðir í stunguárás á lestarstöð í Hamborg

Kona hefur verið handtekin vegna árásarinnar. Tólf eru sagðir særðir.
Kona hefur verið handtekin vegna árásarinnar. Tólf eru sagðir særðir. AFP

Tólf eru særðir eftir hnífaárás á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi, að sögn þýskra miðla. Kona hefur verið handtekin grunuð um verknaðinn.

Stór lögregluaðgerð stendur yfir á svæðinu. Einn er sagður hafa sært fleiri með hníf á lestarstöðinni um kl. 18.05 að staðartíma (16.05 GMT), að sögn NDR.

Af rannsókn við lestarpallinn í Hamborg. Stöðin er ein sú …
Af rannsókn við lestarpallinn í Hamborg. Stöðin er ein sú fjölfarnasta í Þýskaldandi. AFP

NDR hefur eftir slökkviliðinu á staðnum að þrír væru í lífshættu, þrír alvarlega særðir, og sex lítillega særðir.

Þýska lögreglan staðfestir einnig á samfélagsmiðlum að „fjöldi fólks“ hafi verið særður „með hníf“ og að hinn grunaði hafi verið handtekinn.

Af vettvangi við lestarstöðina í Hamborg.
Af vettvangi við lestarstöðina í Hamborg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert