Rafmagn fór af á stóru svæði í Frakklandi

Lögreglumaður stýrir umferð þar sem umferðarljós eru óvirk í rafmagnsleysinu.
Lögreglumaður stýrir umferð þar sem umferðarljós eru óvirk í rafmagnsleysinu. AFP/Sameer Al-Doumy

Rafmagn fór af á stóru svæði á frönsku riveríunni við borgina Cannes í morgun, þar sem lokadagur kvikmyndahátíðarinnar fer fram í dag.

Skipuleggjendur hafa þó gefið út að rafmagnsleysið muni ekki hafa áhrif á lokaathöfn hátíðarinnar. Notast verði við vararafstöð geri þeim kleift að halda sínu striki með alla viðburði dagsins, þar á meðal lokaathöfnina.

Talið er að rafmagnsleysið hafi haft áhrif á um 160 þúsund heimili, en rafmagnið fór af um klukkan tíu í morgun að staðartíma. Ekki er enn vitað hvað olli rafmagnsleysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert