Sprengdu heimili læknis og drápu 9 af 10 börnum

Frá Khan Younis. Mynd úr safni.
Frá Khan Younis. Mynd úr safni. AFP

Ísraelsk loftárás hæfði heimili læknis í Gasa og varð níu af tíu börnum hennar að bana.

Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir sjúkrahúsinu sem læknirinn vinnur á en hún nefnist Alaa al-Najjar. Í yfirlýsingu Nasser-spítalans segi að hún og eiginmaður hennar hafi einnig særst í árásinni.

Graeme Groom, breskur skurðlæknir á Nasser-spítala, framkvæmdi aðgerð á 11 ára son al-Najjar, þann eina sem mun hafa lifað af.

Groom segir við BBC að það sé „óbærilega grimmt“ að móðirin, sem varði árum í að sjá um börn á spítalanum sem barnalæknir, hafi misst nær öll börn sín í stakri eldflaugaárás.

Ísraelsmenn segja aftur á móti að loftárás hafi hæft „fjölda grunaðra“ í Khan Younis á föstudag, en að „frásögn er varðar skaða á borgurum væri til skoðunar“.

Á myndskeiði sem heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas-hryðjuverkamanna, má sjá nokkur lítil brennd lík dregin úr rústum í Kjan Younis en BBC segist hafa sannreynt myndskeiðið.

„Khan Younis er hættuliegt stríðssvæði. Áður en að aðgerðir hófust þar rýmdi Ísraelsher borgara af svæðinu, upp á þeirra eigin öryggi að gera,“ sagði í yfirlýsingu hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert