Segir Kínverjum að hafa hemil á Norður-Kóreu

Emmanuel Macron í Singapúr í dag.
Emmanuel Macron í Singapúr í dag. AFP/Ludovic Marin

Forseti Frakklands segir að Kínverjar eigi að koma í veg fyrir að nágrannar þeirra í Norður-Kóreu sendi hermenn til Evrópu.

Þetta sagði Emmanuel Macron í Singapúr í dag, þar sem hann er í opinberri heimsókn.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa áður sent hermenn til Evrópu, Rússum til liðsinnis, í Úkraínustríðinu.

Macron kom til Singapúr í gær og ráðgert er að hann yfirgefi landið í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert