Drepinn fyrir að reyna að ráðast á herstöð Rússa

Byggingar í herstöð Rússa í Arkangelsk-fylki.
Byggingar í herstöð Rússa í Arkangelsk-fylki. AFP

Þjóðvarðlið Rússlands segist hafa drepið mann sem reyndi að ráðast á herstöð Rússa með dróna sem bar handsprengjur.

„Afbrotamaðurinn streittist vopnaður á móti handtökunni og var tekinn úr leik,“ segir í yfirlýsingu frá þjóðvarðliðinu.

Birti stofnunin einnig myndskeið úr eftirlitsmyndavélum af manni með hettu sem beygði sig niður á akri og reyndi að koma dróna af stað, áður en hann var svo eltur af vopnuðum hermönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert