Mótmæla spillingu í ríkisstjórn Spánar

Tugir þúsunda mótmæltu spillingu í ríkisstjórn Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar.
Tugir þúsunda mótmæltu spillingu í ríkisstjórn Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar. AFP/Thomas Coex

Tugir þúsunda komu saman við mótmæli í Madrid, sem skipulögð voru af stjórnarandstöðunni, og sökuðu ríkisstjórn Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, um spillingu.

Mótmælendur fjölmenntu með spánska fánann á Plaza de Espana, stóru torgi í miðbæ höfuðborgarinnar, og kölluðu: „Pedro Sanchez, segðu af þér!“

Mótmælendur héldu uppi spánska fánanum og kölluðu: „Pedro Sanchez, segðu …
Mótmælendur héldu uppi spánska fánanum og kölluðu: „Pedro Sanchez, segðu af þér!“ AFP/Thomas Coex

Hljóðupptaka kom upp um spillingu

Alþýðuflokkurinn (PP) skipulagði mótmælin eftir að Leire Diez, úr Sósíalistaflokknum, heyrðist á hljóðupptöku reyna að láta lögregludeildina sem rannsakaði meinta spillingu eiginkonu, bróður, og aðstoðarmanns Sanchez, líta illa út.

Diez hefur neitað sök og segist hafa verið að sanka að sér upplýsingum fyrir bók sem hún ætlaði að skrifa, og hafi ekki verið að vinna fyrir Sanchez eða flokkinn. Hún sagði sig þó úr Sósíalistaflokknum.

Leiðtogi Alþýðuflokksins, Alberto Nunez Feijoo, hefur sakað ríkisstjórnina um „mafíu hegðun“ og sagt Sanchez vera miðpunktinn í ótal spillingarmálum.

„Þessi ríkisstjórn hefur skítt allt út – pólitík, ríkisreknar stofnanir, aðskilnað valds,“ sagði hann og hvatti Sanchez til að slíta ríkisstjórninni.

AFP/Thomas Coex
AFP/Thomas Coex
AFP/Thomas Coex
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert