Segir Rússa spila óheiðarlega pólitíska leiki

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Tetiana Dzhafarova

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að spila óheiðarlega pólitíska leiki varðandi fyrirhuguð fangaskipti.

Leiðtogar ríkjanna tveggja hafa sakað hvorn annan um að tefja og hindra fangaskiptin sem samþykkt voru í friðarviðræðum í Istanbúl á Tyrklandi.

„Rússneska hliðin er, eins og venjulega, að reyna að stunda óheiðarlega, pólitíska upplýsingaleiki,“ sagði Selenskí í kvöldávarpi sínu og bætti við að ef Rússland uppfyllir ekki samkomulagið um að láta fleiri en 1.000 úkraínska hermenn lausa „mun það vekja miklar efasemdir“ um diplómatískar tilraunir til að binda enda á stríðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert